Skellum okkur í kvartfrí og hreinsum þannig hugann af ómeðvitaðri neikvæðni 

Áskorun um að kvarta ekki í 11 daga samfleytt. Þetta virkar sem einskonar “detox” fyrir geðið.

Þú endurtekur svo eins oft og þú vilt eða finnur þörf fyrir.

Reglurnar eru: 
1. Ekki kvarta
2. Ekki setja útá / gagnrýna neikvætt (því það er í rauninni kvörtun)
Þegar maður klikkar þá snýr maður armbandinu á hina hliðina (skiptir um lit) og byrjar að telja uppá nýtt.

DAGUR 1. Eftir 24 tíma án þess að kvarta ertu kominn á DAG 2 og koll af kolli.

Hvað er kvörtun?
Öll neikvæð komment í kvörtunartón.
Baktal.

Hvað er ekki kvörtun?
Ef þú kemur erindinu kurteisislega frá þér við manneskjuna sem málið varðar, bara hana.

Hvað er ekki baktal?
Þegar þú talar um aðra á jákvæðum nótum og myndir hiklaust segja þetta beint við aðilann sem þú talar um.

Talað er um nokkur stig í ferlinu og fyrsta stigið er að verða meðvitaður um þegar maður er að kvarta. Endilega reyndu að fá einhvern til að taka slaginn með þér en forðastu að verða kvart-lögga, þ.e. sífellt að benda öðrum á þegar þeir kvarta.

Tilgangurinn er að átta sig sjálfur á því hvenær maður kvartar og því algjörlega undir manni sjálfum komið.

Ekki gefast upp ! Þetta er langhlaup.

Vertu með okkur á Facebook í grúbbunni okkar sem heitir Kvartlaus

 

kona m. hlekk.jpg