Það kvarta allir einhverntíma, það er óumdeilt.  Flestir gera það án þess að taka eftir og miklu oftar en þeir gera sér grein fyrir.  Samkvæmt rannsóknum virðumst við geta mótað heilann (heilastarfsemina) með því að stjórna hugsunum okkar.  Með því að venja okkur á að vera jákvæðari í tali erum við að breyta hugsunum okkar og þar með ósjálfráðum viðbrögðum.  Ef þú tekur þátt í áskoruninni ferðu fljótlega að taka eftir þegar þú sjálfur/sjálf kvartar og einnig hversu rosalega algengt það er hjá öðrum í kringum þig að hefja samræður á neikvæðum nótum.  Það virðist vera auðveldara fyrir okkur að lýsa yfir einhverju slæmu heldur en góðu.  Merkilegt alveg !

 

Það eru nokkrar týpur af kvörturum sem þú kannast eflaust við:


     Neikvæða týpan: Þetta er mjög óánægð manneskja sem vill ekki heyra um lausnir á vandamálinu, sama hversu gagnlegar þær eru.

     Fórnarlambið:  Þú þekkir þessa týpu örugglega.  Hún sækjast eftir athygli með "ég hef það verra en þú" viðhorf eða stöðugum yfirlýsingum um hvað allt sé ómögulegt.

     Króníski kvartarinn: Sú týpa sem veltir sér endalaust uppúr því sama.  Þetta þýðir í grundvallaratriðum að hugsa og kvarta um sama vandamálið aftur og aftur. Í stað þess að líða betur eftir að hafa létta á sér þá getur þetta valdið enn meiri áhyggjum og kvíða.