Solla og Þurý.jpg

Þuríður Hrund Hjartardóttir, alþjóðamarkaðsfræðingur.  Framkvæmdastjóri hjá Icepharma.  

Sólveig Guðmundsdóttir, iðnhönnuður.  Eigandi Culiacan Mexican Grill og sjálfstætt starfandi.

Við höfum verið vinkonur síðan í 9 ára bekk.   Eins og gengur höfum við fengið okkar skerf af áskorunum í lífinu.  Við töldum okkur vera frekar jákvæðar og lausnamiðaðar manneskjur en þegar við settum á okkur armböndin komumst við að sannleikanum.  Okkur grunaði aldrei hversu oft á dag, já jafnvel á klukkutíma við vorum að segja neikvæða hluti.  Kvarta, gagnrýna og bara oft á tíðum hreinlega væla.

Við vorum svo heillaðar af hugarfarsbreytingunni hjá okkur sjálfum að ákveðið var að kaupa slatta af armböndum og leyfa fleirum að taka þátt.  Fljótlega fóru makar okkar, vinir og kunningjar að biðja um bönd fyrir sig.  Tilgangurinn er ekki að græða á þessu heldur að breiða út boðskapinn.